Mánudagur 18.03.2013 - 14:12 - FB ummæli ()

Flugvöllurinn áfram í Vatnsmýrinni

Reykjavíkurflugvöllur hefur verið talsvert í umræðunni undanfarið eftir að opinberaðir voru samningar um sölu ríkisins til Reykjavíkurborgar á 112.000 fermetrum í Vatnsmýrinni og að þar eigi að rísa 800 íbúðir.

Þetta sýnir hver pólitískur vilji ýmissa stjórnmálaflokka er í þessu máli og þetta er óumdeilanlega fyrsta skrefið í því að flytja flugvöllin úr Vatnsmýrinni. Staðsetning hans þar er gríðarlega mikilvæg fyrir landið allt. Stór hluti af stjórnsýslu landsins er í Reykjavík og umræður um nýtt hátæknisjúkrahús hafa m.a. verið rökstuddar með staðsetningu flugvallarins.

Höskuldur Þórhallsson þingmaður Framsóknar í NA-kjördæmi sagði í samtali við fréttavef MBL að þetta væri stríðsyfirlýsing við landsbyggðina.  Höskuldur sagði m.a. „Það að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni er einfaldlega eitt af stærstu hagsmunamálum fólks sem býr úti á landi og þarf nauðsynlega á góðum flugsamgöngum að halda við höfuðborgina.“

Stefna Framsóknar í þessu máli var ítrekuð á nýafstöðnu flokksþingi en svo virðist vera sem aðrir flokkar séu með ólíka stefnu eftir staðsetningu.:

Flugvöllurinn í Reykjavík verði áfram í Vatnsmýrinni sem hornsteinn fyrir samgöngur landsmanna, vegna almennings- og öryggishagsmuna“. 

Þetta getur ekki orðið mikið skýrara!

Flokkar: Bloggar · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Ásmundur Einar Daðason
Félags- og barnamálaráðherra
RSS straumur: RSS straumur