Miðvikudagur 20.03.2013 - 17:34 - FB ummæli ()

NeiESB.is – Nýr fréttavefur

logo

Óska ESB andstæðingum til hamingju með nýjan fréttavef sem var opnaður í dag undir yfirskriftinni Nei við ESB (www.neiesb.is). Með þessu verkefni er ætlunin að sameina fréttir og viðburði undir einu merki. Að þessu verkefni standa Heimssýn, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB, Evrópuvaktin og Þjóðráð.

Tek nú þátt í ferð sem skipulögð er af NEI við ESB til Brussel í þeim tilgangi að upplýsa ráðamenn um þá miklu andstöðu sem er við ESB aðild á Íslandi og til að fá ýmsar upplýsingar um stöðu ESB samninganna beint frá fulltrúum og starfsfólki sambandsins. Áttum í dag fundi með nokkrum evrópuþingmönnum auk þess að sitja sem áheyrnarfulltrúar fund sjávarútvegsnefndar ESB þingsins. Á þessum fundum kom glögglega í ljós hversu litlar upplýsingar hafa borist til Brussel um andstöðu Íslendinga við ESB aðild og ESB þingmenn sem sæti eiga í sjávarútvegsnefnd fjölluðu um hversu fjarstæðukennt væri að tala um varanlegar undanþágur í stórum málaflokkum. Mun fjalla meira um þetta á næstu dögum en einnig er hægt að fylgjast með fréttum af ferðinni og ESB baráttunni á www.neiesb.is.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Ásmundur Einar Daðason
Félags- og barnamálaráðherra
RSS straumur: RSS straumur