Mánudagur 25.03.2013 - 20:01 - FB ummæli ()

Betra peningakerfi – Spjall við Frosta

Í nokkurn tíma hafa verið í gangi athyglisverðar hugmyndir um að taka upp heildarforðakerfi í peningamálum hér á landi. Þessar hugmyndir snúast í grófum dráttum um að einkabankar hætti að búa til innistæður gegn veði og að þetta vald verði í höndum Seðlabanka Íslands sem síðan veiti fjármagni áfram til annarra fjármálastofnanna. Þessar hugmyndir eru kynntar ítarlega á vefsíðunni www.betrapeningakerfi.is en þar er talað um að þessi breyting geti lækkað ríkisskuldir um hundruði milljarða, dregið úr verðbólgu, lækkað vexti og dregið úr skuldasöfnun almennings og fyrirtækja. 

Frosti Sigurjónsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík norður hefur verið í forystu fyrir þá sem vilja að Ísland taki upp þessa stefnu í peningamálum. Ég og Frosti fórum nýlega yfir þessar hugmyndir í þættinum „Svörtum tungum“ og ræddum einnig um stjórnmál almennt og afhverju Frosti valdi að gefa kost á sér fyrir Framsóknarflokkinn.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Ásmundur Einar Daðason
Félags- og barnamálaráðherra
RSS straumur: RSS straumur