Föstudagur 09.03.2018 - 15:41 - Lokað fyrir ummæli

Klæðast eins og niðursetningar í þingsal

Staksteinar Moggans hittir oft naglann á höfuðið. Fróðlegt væri að vita hver heldur þar á penna. Hann gerði að umtalsefni í morgun fyrirspurnaæði þeirra stjórnarandstæðinga sem vinna hörðum höndum við að auka traust þingsins með upphrópunum um spillingu, glæpi og óheiðarleika pólitískra andstæðinga sinna og embætttismanna. Magn og eðli fyrirspurna er orðið slíkt að stjórnsýslan er við það að lamast. Benda má fyrirspurnamönnum á að flestar þessar upplýsingar geta menn aflað sjálfir eða gegnum upplýsingaþjónustu þingsins. Svo má einnig benda þeim á að endurgreiðsla vegna aksturs þingmanna eru smápeningar miðað við að halda rándýrum embættismönnum uppteknum í óþarfa snatti. Þar að auki sinna þeir ekki mikilvægum störfum á meðan.

Að því að ég veit að fyrirspurnamönnunum er umhugað um að auka virðingu þingsins þá vil ég benda þeim á að það gerist ekki meðan þingmenn klæðast eins og niðursetningar í þingsal og fara á sokkaleistunum í ræðustól þingsins. Þótt ég sé ekki mikið fyrir boð og bönn í þeim efnum, hvað þá þekktur fyrir glæstan klæðaburð, þá set ég mörkin við að koma á nærbuxum einum fata í ræðustólinn.

Flokkar: Blogg

»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Brynjar Níelsson
Hæstaréttarlögmaður. Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir

    Flokkar