Utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór, bauð vinum og vandamönnum til veislu í gær í tilefni af fimmtugsafmæli sínu, sem var að vísu fyrir mörgum mánuðum síðan.
Mér sýndist þar nær eingöngu mæta vandamenn. Fram komu skemmtikraftar á heimsmælikvarða og fluttar ræður þar sem reynt var eftir fremsta megni að hæla afmælisbarninu.
Þegar kom að stjórnarmönnum Fýlupúkafélagsins, sennilega hans einu vinum, að halda ræðu, var skyndilega lokað fyrir frekari ræðuhöld.
Menn hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherra af minna tilefni.
Nýlegar athugasemdir