Í Evrópu eru menn að átta sig á hversu mikil tímaskekkja ríkisreknir ljósvaka- og netmiðlar eru. Og ekki bara timaskekkja heldur fullkomlega óeðlilegt út frá jafnræðis-og samkeppnissjónarmiðum. Eins og oft áður eru Danir fyrstir að rakna úr rotinu.
Á Íslandi eru menningar- og öryggisrökin fyrir tilvist RÚV úr sér gengin sem og rökin fyrir aðgengi allra að ljósvakamiðlum. Kannski að hollvinir RÚV reyni að beita lýðheilsusjónarmiðum eins og við hollvinir ÁTVR gerum fyrir einkasölu ríkisins á áfengi.
Eftir stendur að sumir skattgreiðendur þurfa að punga út á fimmta milljarð árlega í óþarfa. Við, sem höfum áhuga á að dreifa peningum annarra eftir eigin geðþótta, getum hugsað okkur betri nýtingu á þessu fé. Auk þess tekur ríkismiðillinn lungan af auglýsingatekjum, sem gerir frjálsa fjölmiðlun nær ómögulega. Röknum úr rotinu þótt ekki verði tekin nema lítil skref í byrjun.
Nýlegar athugasemdir