Þriðjudagur 17.04.2018 - 11:28 - Lokað fyrir ummæli

Grímulaus pólitík

Enginn skortur er á alls konar alþjóðlegum stofnunum og samtökum sem kenna sig við mannréttindi og hvers kyns góðmennsku. Dæmi um slík fyrirbæri er Evrópuráðið og nefndir þess eins og ECRI og GRECO og svo má auðvitað ekki gleyma ýmsum nefndum Sameinuðu þjóðanna. Margir halda að hér sé um að ræða einhverjar hlutlausar nefndir skipuðu fagfólki, sem geti leiðbeint okkur. Það er mikill misskilningur. Þarna er pólitíkin allsráðandi þótt hún sé sveipuð skikkju hlutleysis, fræða og vísinda.

Raunveruleikinn er sá við höfum skapað forréttindastétt á himinháum launum sem er í engum tengslum við almenning, sem þó borgar brúsann. Svo eru einnig til frjáls félagasamtök víða um heim fjármögnuð af skattfé að mestu þar sem rekin er grímulaus pólitík. Þau gera þó eitthvert gagn með ýmis konar hjálparstarfi þannig að endurgjaldið er eitthvert.

Flokkar: Blogg

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Brynjar Níelsson
Hæstaréttarlögmaður. Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir

    Flokkar