Þriðjudagur 24.07.2018 - 10:48 - Rita ummæli

Fasisminn er rétttrúnaðurinn holdi klæddur

Svo lengi sem elstu menn muna hafa vinstri menn gjarnan kallað pólitíska andstæðinga sína fasista og rasista, jafnvel þótt frægastir í þeim hópi væru grjótharðir sósíalistar. Fasismi er stjórnlyndisstefna þar sem réttur einstaklingsins er lítill sem enginn gagnvart stjórnvöldum. Fasisminn er rétttrúnaðurinn holdi klæddur. Hann er því miklu tengdari marxismanum, sem sósíalistar horfa til, en hægri stefnu, hvað þá öfgahægristefnu.

Mjög athyglisvert að fylgjast með uppákomum og umræðunni í kjölfar heimsóknar forseta danska þingsins, Piu Kjærsgaard. Margir vinstri menn, einkum þeir barnalegustu, útmáluðu Piu sem útlendingahatara og andlit fasismans í evrópu en vissu samt ekkert hver hún var. Það kann að vera að margir vinstri menn telji rétt að ríki eigi að vera opin gestum og gangandi með litlum eða engum takmörkunum. Margir í Danmörku og víðar telja ekki hjá því komist að herða innflytjendalöggjöfina eftir lausatök síðustu áratugina. Sú afstaða hefur ekkert með hatur á útlendingum að gera. Ekkert í stefnu danska þjóðarflokksins eða málflutningi Piu bendir til slíks haturs. Danski þjóðarflokkurinn er dæmigerður félagshyggjuflokkur sem setur velferðarmál í forgang, einkum málefni aldraðra og öryrkja.

Svo er auðvitað til fólk sem hatar þá sem eru ósammála þeim. Vill helst að skoðanir þeirra verði gerðar refsiverðar og reka þá úr vinnu og helst úr samfélaginu. Það hljómar soldið fasískt.

Flokkar: Blogg

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fjórum? Svar:

Höfundur

Brynjar Níelsson
Hæstaréttarlögmaður. Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir

    Flokkar