Gamall félagi minn, sem hefur verið meira til vinstri í tilverunni, lagði leið á lykkju sína til að segja mér að hann ætlaði að kjósa einhvern af meirihlutaflokkunum í Reykjavík. En erum við ekki sammála um að mælikvarði á góða stjórn í sveitarfélagi er hvað við fáum mikla og góða þjónustu fyrir peninginn, spurði ég.
Hann hélt það nú.
Af hverju er grunnþjónusta lakari í Reykjavík en nágrannasveitarfélögunum, umhirða og þrif í lamasessi nema rétt fyrir kosningar, skuldsetning borgarinnar á hvern íbúa meiri, lítið framboð á lóðum sem leiðir til hækkandi íbúðaverðs, komumst ekki milli hverfa með góðu móti og allt gerist það á sama tíma og gjöldin á borgarbúa er hærra en annars staðar?
Ekki stóð á svari hjá félaganum. Jú, það er ríksstjórnunum frá 2013 að kenna.
Ég átti auðvitað ekkert svar við þessu.
Rita ummæli