Bróðir minn, þekktur sem „okkar maður“, hefur skrifað nokkrar færslur á fésbókina um samveru okkar hér á Spáni. Frásagnir af sundafrekum og kraftgöngum hans og báglegu ástandi mínu eru með öllu ósannar. Okkar maður hefur ekki gengið lengra en til sprúttsalans úti á horni. Gangan tekur hálftíma hjá honum, sem mun vera heimsmet í hægagangi. […]
Utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór, bauð vinum og vandamönnum til veislu í gær í tilefni af fimmtugsafmæli sínu, sem var að vísu fyrir mörgum mánuðum síðan. Mér sýndist þar nær eingöngu mæta vandamenn. Fram komu skemmtikraftar á heimsmælikvarða og fluttar ræður þar sem reynt var eftir fremsta megni að hæla afmælisbarninu. Þegar kom að stjórnarmönnum Fýlupúkafélagsins, sennilega […]
Staksteinar Moggans hittir oft naglann á höfuðið. Fróðlegt væri að vita hver heldur þar á penna. Hann gerði að umtalsefni í morgun fyrirspurnaæði þeirra stjórnarandstæðinga sem vinna hörðum höndum við að auka traust þingsins með upphrópunum um spillingu, glæpi og óheiðarleika pólitískra andstæðinga sinna og embætttismanna. Magn og eðli fyrirspurna er orðið slíkt að stjórnsýslan […]
Nýlegar athugasemdir