Fimmtudagur 5.4.2018 - 16:00 - Lokað fyrir ummæli

Dröslaði bróður mínum í kirkju

Bróðir minn, þekktur sem „okkar maður“, hefur skrifað nokkrar færslur á fésbókina um samveru okkar hér á Spáni. Frásagnir af sundafrekum og kraftgöngum hans og báglegu ástandi mínu eru með öllu ósannar. Okkar maður hefur ekki gengið lengra en til sprúttsalans úti á horni. Gangan tekur hálftíma hjá honum, sem mun vera heimsmet í hægagangi. Náði þó að drösla honum í dag í kirkju en þurfti áður að hafa talsvert fyrir því að fela á honum hornin og halann.

Flokkar: Blogg

Sunnudagur 25.3.2018 - 23:34 - Lokað fyrir ummæli

Lokað fyrir ræðuhöld

Utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór, bauð vinum og vandamönnum til veislu í gær í tilefni af fimmtugsafmæli sínu, sem var að vísu fyrir mörgum mánuðum síðan.

Mér sýndist þar nær eingöngu mæta vandamenn. Fram komu skemmtikraftar á heimsmælikvarða og fluttar ræður þar sem reynt var eftir fremsta megni að hæla afmælisbarninu.

Þegar kom að stjórnarmönnum Fýlupúkafélagsins, sennilega hans einu vinum, að halda ræðu, var skyndilega lokað fyrir frekari ræðuhöld.

Menn hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherra af minna tilefni.

Flokkar: Blogg

Föstudagur 9.3.2018 - 15:41 - Lokað fyrir ummæli

Klæðast eins og niðursetningar í þingsal

Staksteinar Moggans hittir oft naglann á höfuðið. Fróðlegt væri að vita hver heldur þar á penna. Hann gerði að umtalsefni í morgun fyrirspurnaæði þeirra stjórnarandstæðinga sem vinna hörðum höndum við að auka traust þingsins með upphrópunum um spillingu, glæpi og óheiðarleika pólitískra andstæðinga sinna og embætttismanna. Magn og eðli fyrirspurna er orðið slíkt að stjórnsýslan er við það að lamast. Benda má fyrirspurnamönnum á að flestar þessar upplýsingar geta menn aflað sjálfir eða gegnum upplýsingaþjónustu þingsins. Svo má einnig benda þeim á að endurgreiðsla vegna aksturs þingmanna eru smápeningar miðað við að halda rándýrum embættismönnum uppteknum í óþarfa snatti. Þar að auki sinna þeir ekki mikilvægum störfum á meðan.

Að því að ég veit að fyrirspurnamönnunum er umhugað um að auka virðingu þingsins þá vil ég benda þeim á að það gerist ekki meðan þingmenn klæðast eins og niðursetningar í þingsal og fara á sokkaleistunum í ræðustól þingsins. Þótt ég sé ekki mikið fyrir boð og bönn í þeim efnum, hvað þá þekktur fyrir glæstan klæðaburð, þá set ég mörkin við að koma á nærbuxum einum fata í ræðustólinn.

Flokkar: Blogg

Höfundur

Brynjar Níelsson
Hæstaréttarlögmaður. Alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir

    Flokkar