Fimmtudagur 24.11.2016 - 13:03 - FB ummæli ()

Einþykkni og þrjóska

Það má kannski læra eitt af stöðunni sem komin er upp í pólitíkinni.

Stórar yfirlýsingar um að þessi eða hinn flokkurinn muni ekki vinna með ákveðnum flokkum eru ekki skynsamar. Þær bera þvert á móti vott um pólitískan barnaskap og þrjósku.

Stjórnmál snúast um málamiðlanir. Í stjórnamyndunarviðræðum nær enginn öllu sínu fram. Þó að ljósár séu á milli hugmyndafræði flokka ber þeim samt að ræða saman þegar kemur að stjórnarmyndun. Kanna hvar snertifletirnir eru. Síðan er hægt að meta framhaldið.

Stjórnmálin eru smituð af einþykkni og þrjósku. Ef menn eru ósáttur eða í fýlu stofna þeir bara nýja flokka – um sjálfa sig og sitt egó. Dæmin eru fyrir framan okkur. Það er ekkert að því að hafa ákveðnar skoðanir og standa með þeim – það er hins vegar oft gengið of langt.

Því miður bendir fátt til þess að breytingar verði á. Í öllum kosningabaráttum síðari ára hefur verið rætt fjálglega um breytingar á umræðuhefð og vinnubrögðum.

Það bendir fátt til þess að sá draumur sé að rætast.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Karl Garðarsson
Höfundur er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi
RSS straumur: RSS straumur