Þriðjudagur 18.02.2014 - 09:50 - FB ummæli ()

Afturköllum umsóknina að ESB

Það var áfangasigur að aðlögunarviðræðurnar við ESB voru stöðvaðar. Samtökin Nei við ESB efna til baráttufunda til að fylgja því eftir að umsóknin verði endanlega afturkölluð. Næstu mánuðir geta skorið úr um hvort ríkisstjórn og Alþingi geri það eina sem réttast er – afturkalla umsóknina. Öllum er nú fullljóst að ESB veitir engar varanlegar undanþágur frá lögum sínum og grunnsáttmálum:

Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu – sem fylla 100 þúsund blaðsíður. Um þessar reglur … verður ekki samið.

Þetta eru þeirra eigin orð. Samtökin NEI við ESB ráðast nú í upplýsinga- og kynningarátak um hvað felst í umsókn að ESB og því framsali á lýðræðisrétti og fullveldi þjóðarinnar sem aðild að sambandinu hefur í för með sér. Fyrir utan framsal á löggjafarvaldi og dómsvaldi snertir aðildin að ESB ekki hvað síst forræði okkar á náttúruauðlindum, sjávarútvegi, fiskimiðum, landbúnaði og matvælavinnslu í landinu. Sóknarfærin eru fólgin í sjálfstæðum samskiptum við aðrar þjóðir.

Fyrstu baráttufundir eru:

  • Á Sauðárkróki, Kaffi Krók, miðvikudaginn 19. febrúar, kl.20:30.
  • Á Blönduósi, Pottinum og Pönnunni, fimmtudaginn 20. febrúar, kl. 20:30.

Ávörp flytja: Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður og formaður Heimssýnar; Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og varaformaður Heimssýnar; Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar; Erna Bjarnadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands; Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, Sauðárkróki; Sigríður Ólafsdóttir, bóndi og ráðunautur, Víðidals­tungu; Guðrún Lárusdóttir, bóndi Keldudal, formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga; og Gísli Árnason, framhaldsskólakennari, Sauðárkróki.

Fundarstjórar: Agnar Gunnarsson bóndi, Miklabæ, og Björn Magnússon, bóndi, Hólabaki.

(Fréttatilkynning frá Samtökunum Nei við ESB. Heimssýn – Ísafold – Herjan – Vinstrivaktin gegn ESB – Þjóðráð)

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur