Þriðjudagur 18.02.2014 - 17:25 - FB ummæli ()

Evrusvæðið ekki hagkvæmt segir ESB-skýrslan

Í skýrslu Hagfræðistofnunar um ESB-málin kemur fram að evrusvæðið uppfyllir á engan hátt þau skilyrði sem gera þarf til myntsvæðis. Í skýrslunni kemur fram að vegna menningaráhrifa flytjist fólk af atvinnuleysissvæðum ekki til þeirra svæða þar sem atvinnu er að fá. Í þessum efnum er reginmunur á Evrópu og Bandaríkjunum eða Kanada. Þetta er eitt þeirra atriða sem dýpkað hafa evrukreppuna.

Fram kemur í skýrslunni – sjá bls. 100-101:

Árið 2010 fluttu 0,3% vinnuafls sambandsins á milli aðildarríkja. Til samanburðar má nefna að í Kanada fluttu um 1% íbúanna á milli fylkja það ár, 1,5% íbúa Ástralíu fluttu milli landsvæða Ástralíu og um 2,4% íbúa Bandaríkjanna fluttu milli fylkja. Athyglisvert er að bera saman fólksflutninga á milli allra fylkja Kanada annars vegar – sem var eins og áður var nefnt 1% – og hins vegar á milli Québec-fylkis og annarra fylkja í Kanada, sem var einungis 0,4%. Québec er eina fylki Kanada þar sem enska er ekki opinbert tungumál. Því má segja að þessar tölur séu í takt við niðurstöður Bartz og Fuchs-Schündeln, en þeir nota svæðisbundin gögn fyrir 15 ríki Evrópusambandsins (aðildarríki sambandsins í árslok 2003) til þess að kanna hvort landamæri ríkjanna séu marktækar hindranir fyrir samþættingu vinnumarkaða. Niðurstaða þeirra var að þrátt fyrir reglur um frjálst flæði vinnuafls myndi landamæri tregðu í fólksfluttningum. Að sama skapi finna þeir hvorki vísbendingar um að Schengen-sáttmálinn né upptaka evrunnar hafi aukið flæði vinnuafls. Ennfremur komast þeir að því að svo virðist sem ólík tungumál og ef til vill ólík menning hindri samþættingu vinnumarkaða í Evrópu. Þannig hafa mörk tungumála meiri áhrif á flæði vinnuafls en landamærin ein og sér. Ýmsar skýringar geta verið á þessari tregðu en sýnt hefur verið fram á að erlent vinnuafl hafi að jafnaði veikari stöðu á vinnumarkaði innan ríkja Evrópusambandsins en innlendir ríkisborgarar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur