NEI við ESB á Íslandi og NEI til EU í Noregi halda sameiginlega ráðstefnu á Hótel Sögu laugardaginn 22. mars 2014 kl. 09:30 – 16:00. Heiti ráðstefnunnar er Fullveldi þjóða og Evrópusamruninn. Margt góðra gesta hafa framsögu og má þar nefna fyrrverandi ráðherra, erlenda gesti sem hafa barist fyrir hagsmunum ríkja sinna utan ESB, þingmenn og formenn þeirra félaga sem mynda regnhlífarsamtökin NEI við ESB. Þess má geta að 16 manna sendinefnd kemur frá Noregi til þátttöku í ráðstefnunni. Ráðstefnustjóri er Jón Bjarnason og Helle Hagenau, en Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður og formaður Vestnorræna ráðsins stýrir lokaumræðum ráðstefnugesta.
Josef Motzfeldt flytur eitt aðalerindið á ráðstefnunni. Hann hefur sem þingmaður, ráðherra og forseti grænlenska þingsins og formaður Inuit Ataqatigiitflokksins lengi verið áhrifamikill í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga. Josef hefur einnig verið formaður Vestnorræna ráðsins og verið sæmdur æðstu heiðursorðum Grænlendinga.
Erlendir framsögumenn eru:
- Josef Motzfeldt, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi forseti grænlenska þingsins.
- Per Olaf Lundteigen, þingmaður Miðflokksins á norska Stórþinginu fyrir Buskerudfylki.
- Odd Haldgeir Larsen, stjórnarmaður í Nei til EU og varaformaður í Fagforbundet, stærstu verkalýðssamtaka Noregs.
- Helle Hagenau, sviðsstjóri alþjóðasviðs Nei til EU, varaborgarfulltrúi Oslóborgar og varamaður í stjórn Forum for Kvinner og Utviklingsspörsmål (FOKUS).
- Olav Gjedrem, formaður Nei til EU í Rogalandsfylki, bóndi og fyrrverandi varaþingmaður Kristelig Folkeparti og oddviti fylkisstjórnar Rogalands.
Innlendir framsögumenn eru:
- Vigdís Hauksdóttir alþingismaður, formaður Heimssýnar, formaður fjárlaganefndar Alþingis og varaformaður Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins.
- Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar – félags ungs fólks gegn ESB-aðild.
- Haraldur Benediktsson, alþingismaður, bóndi og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands.
- Ragnar Arnalds, fyrrverandi fjármálaráðherra og fyrrverandi formaður Heimssýnar.
- Brynja Björg Halldórsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Ísafoldar.
- Halldór Ármannsson, formaður Landssambands smábátaeiganda.
- Ásgeir Geirsson, formaður Herjans, félags stúdenta við Háskóla Íslands gegn ESB aðild.
- Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands.
- Sigríður Á. Andersen, héraðsdómslögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ráðstefnustjórar: Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Heimssýnar og Helle Hagenau, sviðstjóri alþjóðasviðs hjá Nei til EU í Noregi.
Panel-umræðustjóri: Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður og formaður Vestnorræna ráðsins.
Allir velkomnir