Föstudagur 04.04.2014 - 12:59 - FB ummæli ()

Evrópubúar óánægðir með þróun ESB og Norðurlandabúar vilja fremur norrænt bandalag en ESB

Helmingur Dana, Svía og Finna vilja fremur sjá aukið norrænt samstarf en evrópskt. Þá eru tveir af hverjum þremur Evrópubúum ósáttir við þá þróun sem átt hefur sér stað innan ESB. Einna mest er óánægjan með ESB á Ítalíu og í Frakklandi þar sem þrír af hverjum fjórum telja að ESB hafi þróast í vitlausa átt. Í Bretlandi og Svíþjóð vilja einnig tveir af hverjum þremur annað hvort að ríkin yfirgefi ESB eða að völd ESB verði minnkuð. 

Þetta kemur fram í niðurstöðum tveggja kannana sem eru nýbirtar.

Í annarri könnuninni voru þátttakendur spurðir annars vegar um afstöðu til norræns sambands Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar sem hefði sameiginlega stefnu á ýmsum sviðum svo sem í umhverfismálum og utanríkismálum og auk þess með viðskiptasamning við ESB og fleiri lönd. Spurt var hvort fólk myndi fremur vilja slíkt bandalag eða að vera áfram í ESB.

Í öllum þremur löndunum sem könnunin var gerð, þ.e. í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi, vildi um helmingur fólks fremur vera í norrænu sambandi. Aðeins þrír af tíu vildu heldur vera í ESB.

LaveBroch

Lave Broch, frambjóðandi Folkebevægelsen mod EU í Danmörku til ESB-þings.

– Þessar kannanir sýna að það er breiður stuðningur meðal almennings í þessum löndum við nánari samvinnu Norðurlanda og enn fremur að stuðningur við ESB-aðild er fremur lítill, segir Lave K. Broch sem er varaforseti ESB-lýðræðissinna og frambjóðandi til ESB-þings fyrir dönsku Þjóðarhreyfinguna gegn ESB.  Ásamt Bretlandi gætu Norðurlöndin krafist þess að vald ESB yrði fært aftur til aðildarríkja, en það sem væri enn betra að Bretland og Norðurlöndin yfirgæfu ESB og sameinuðust um fríverslunarsamning við ESB, sagði Broch enn fremur af þessu tilefni.

Sjá hér frétt um þetta í finnska blaðinu Vasabladet. Þar kemur meðal annars fram að 3/4 jafnaðarmanna vilja fremur norrænt samband en evrópskt. Sjá enn fremur frétt í sænska blaðinu Sydsvenskan, vefritinu Europaportalen og enn fremur hjá dönsku Þjóðarhreyfingunni gegn ESB.

Í annarri könnun kemur fram að tveir af hverjum þremur íbúum Evrópu eru ósáttir við þróunina í ESB. Könnunin er gerð meðal átta þúsund íbúa í tíu ESB-ríkjum. Þetta sýnir að það er nokkuð almenn óánægja með ESB meðal þjóða sambandsins. Jafnvel þótt nokkur hluti Evrópubúa vilji að völd ESB verði aukin þá sýna þessar tölur að lítil sátt er um ESB í aðildarríkjum. Þetta kemur fram á vefritum svo sem hér og enn fremur hér

Búist er við því að flokkar sem eru gagnrýnir á ESB muni ná talsverðu fylgi í kosningum til ESB-þings í vor. Í Bretlandi, Hollandi og Svíþjóð gera um 56-60 prósent kjósenda ráð fyrir því að andstæðingar ESB muni sigra í kosningum til ESB-þingsins en kosningarnar verða haldnar 25. næsta mánaðar.

Flokkar: Óflokkað · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur