Því er haldið fram að Evrópusambandið stuðli að friði. Fátt er fjarri sanni. Vissulega var friður í Evrópu forsenda þess að ESB varð til. Sambandið hefur hins vegar ekki tryggt frið í Evrópu. Þvert á móti. ESB hefur stuðlað að ófriði, ekki aðeins í Evrópu heldur einnig í fleiri heimsálfum, bæði í Afríku og Asíu. […]
Össur Skarphéðinsson virðist vera verulega örvæntingarfullur vegna þess að umsóknin um aðild að ESB er steindauð. Hann gengur jafnvel svo langt á erlendum vettvangi að sett verði skilyrði fyrir mögulegri aðild Íslands að fríverslunarsamningi Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Össur vill greinilega halda því fram að Ísland geti aðeins tekið þátt í þeim samningi sem umsóknarríki að ESB. Hann […]
Síðasti áratugur á evrusvæðinu hefur orðið að engu. Hve lengi getur þetta gengið þegar jafnvel Ísland hefur skotið svæðinu ref fyrir rass? Þannig spyr pistlahöfundur í Svenska Dagbladet, Per Lindvall, sem Gústaf Adolf Skúlason vekur athygli á – en pistillinn er hér í lauslegri endursögn. Per Lindvall minnir á að hagvöxtur á evrusvæðinu hafi á síðasta ársfjórðungi verið […]
Mail Online heldur því fram að eitt hollenskt risaskip geti nýtt 23% af þeim fiskveiðikvóta sem Evrópusambandið úthlutar Bretum í eigin landhelgi. Nær helmingur, eða 43%, kvótans eru í höndum erlendra aðila. Hollendingurinn nær í fiskinn við Bretlandsstrendur og landar honum að mestu í Hollandi. Samkvæmt opinberum upplýsingum í Bretlandi eru 23% af kvótanum bundinn við eitt sex þúsund […]
Í gær breyttust valdahlutföllin í ESB stóru ríkjunum í hag. Atkvæðavægi minnstu ríkjanna er nánast ekkert og ef Ísland yrði aðili að ESB yrði atkvæðavægið vart teljandi. Atkvæðavægi lítilla aðildarríkja ESB minnkaði um helming en vægi Þýskalands nær tvöfaldaðist við það að ákvæði Lissabon-sáttmálans tóku gildi. Það fékk ekkert ríki að kjósa um Lissabon-sáttmálann í […]