Miðvikudagur 05.11.2014 - 15:58 - FB ummæli ()

Útlendingar eignast kvóta Breta

RisaHollendingurMail Online heldur því fram að eitt hollenskt risaskip geti nýtt 23% af þeim fiskveiðikvóta sem Evrópusambandið úthlutar Bretum í eigin landhelgi. Nær helmingur, eða 43%, kvótans eru í höndum erlendra aðila.

Hollendingurinn nær í fiskinn við Bretlandsstrendur og landar honum að mestu í Hollandi. Samkvæmt opinberum upplýsingum í Bretlandi eru 23% af kvótanum bundinn við eitt sex þúsund tonna fiskveiðiskip frá Hollandi, Cornelis Vrolijk.

Breskir sjómenn eru skiljanlega óhressir með þetta og kalla eftir breytingum á reglum og lögum svo kvótinn fari ekki allur úr landi. Erlendir aðilar eiga 43% kvótans við Bretlandsstrendur. Það vekur einnig furðu að 32% kvótans eru bundin við fimm stór veiðiskip.

Reglur frá 1999 gera ráð fyrir að skip í eigu útlendinga geti eignast kvóta við Bretlandsstrendur svo lengi sem helmingur áhafnar er búsettur í Bretlandi eða helmingi aflans er landað í breskum höfnum. Breskir andófsmenn gegn kerfinu segja að allur makrílafli Hollendingsins stóra, Cornelis Vrolijk, allur síldarafli og allur kolmunni fari í land í Hollandi.

Þá kemur fram í fréttinni í Mail Online að smábátar í Bretlandi séu um 80% flotans en þeir megi aðeins veiða 4% kvótans. Þar er einnig haft eftir Kirk Stribling, sjómanni frá Aldeburgh að breska ríkisstjórnin veiti ónógum kvóta til sjómanna í Bretlandi svo stuðla megi að sjálfbærri nýtingu sjávarfangs auk uppbyggingar sjávarbyggða.

Flokkar: Dægurmál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur