Fimmtudagur 04.06.2015 - 18:18 - FB ummæli ()

Norska þjóðin sagði Nei við ESB

FolketSaNeiÁ síðasta ári fögnuðu Norðmenn 20 ára afmæli sigursins í þjóðaratkvæðagreiðslu 1994 þar sem aðild að ESB var hafnað í annað sinn. Í tilefni þess hefur einn af leiðtogum Nei til ESB-baráttunar, Dag Seierstad, skrifað bókina Folket sa Nei. Í bókinni er rakin barátta Norðmanna gegn ásælni ESB og svikulla valdablokka í Noregi til að troða landinu inn í sambandið. Sú barátta hófst formlega með mótmælagöngu kringum þinghúsið í Osló, Stortinget, í mars 1962. Tíu árum seinna, eða 1972, var fyrri þjóðaratkvæðagreiðslan  þar sem aðildin  að ESB var felld og valdablokkirnar sem höfðu reiknað með sigri fengu algjört sjokk. Ekki var samt látið þar við sitja því að 1994 er aftur knúin fram þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Noregs að ESB. Nú skyldi það takast!

Nánast allir fjölmiðlar beittu sér fyrir aðild svo og forysta stærstu stjórnmálaflokkanna og aðrar valdastofnanir í samfélaginu. Þetta er nokkuð sem við þekkjum hér. Í bókinni rekur Dag Seierstad baráttuna og hvernig grasrótin var skipulögð um allt land og lýsir gleðinni á kosninganóttina þegar sigur vannst.

Enn er það svo að meirihluti norskra þingmanna er áfram talinn fylgjandi inngöngu í Evrópusambandið en almenningur er á móti aðild. Það sem er sérstakt í Noregi er að þar eru vinstrimenn og miðjumenn andvígir en verkamannflokkurinn og hægri menn mjög fylgjandi aðild.

Norski utanríkisráðherrann Börge Brende er hægrimaður (H) og mikill ESB-aðildarsinni. Í nýlegu viðtali hvetur Börge Breta til að vera áfram í ESB og gera ekki sama feil og Norðmenn að standa utan ESB.  Þetta segir ráðherrann norski þrátt fyrir þá staðreynd að nær 80% af Norðmönnum eru nú andvígir inngöngu í ESB og hefur verið svo síðastliðin 10 ár.

Vonandi gætir íslenski utanríkisráðherrann sig á of nánu sambandi við þennan norska ESB-sinnaða utanríkisráðherra (sjá hér umfjöllun um hann: Børge Brende advarer Storbritannia: – Ikke gjør som oss ).

Bók Dags Seierstad er bæði fróðleg og skemmtileg en norsku Nei til EU-samtökin eru ein sterkustu grasrótarsamtök í Noregi.

Höfundur: Jón Bjarnason

Flokkar: Bloggar · Dægurmál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur