Miðvikudagur 16.09.2015 - 00:38 - FB ummæli ()

Árni Páll og fullveldið hjá Heimssýn í kvöld

ArniPallÁrni Páll Árnason,  formaður Samfylkingarinnar, er sérstakur gestur á opnum stjórnarfundi í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, í kvöld klukkan 20:00 á Hótel Sögu í Reykjavík.

Heimssýn mun í haust bjóða formönnum stjórnmálaflokkanna á Alþingi að koma á stjórnar- og félagsfundi samtakanna  og gera grein fyrir stefnu sinni og áherslum í Evrópusambandsmálum. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er fyrstur til að þiggja þetta boð.

Heimssýn er þverpólitísk hreyfing þeirra  sem  telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins. Stjórn hreyfingarinnar telur þó mikilvægt að þekkja sem best stefnur og áherslur einstakra stjórnmálaflokka  á Alþingi í Evrópusambandsmálum á hverjum tíma og ekki hvað síst hjá þeim flokki sem hefur verið fremstur meðal þeirra sem vilja nálgast Evrópusambandið. Heimssýn hefur áréttað að það sé hagsmunum Íslands fyrir bestu að umsóknin um aðild verði dregin tryggilega til baka og að það sé í samræmi við stefnu núverandi stjórnarflokka.

Undanfarið hefur verið deilt um stöðu  umsóknarinnar um aðild að ESB frá 2009.  Það eru ýmsar spurningar sem hafa vaknað í þessu samhengi:

  • Er umsóknin bara stopp á meðan núverandi ríkisstjórn situr?
  • Hvað þýða bréfaskipti utanríkisráðherra og Evrópusambandsins um stöðu umsóknarinnar?
  • Hefur umsóknin verið afdráttarlaust afturkölluð eins og gefin voru fyrirheit um?
  • Er umsóknin algjörlega dauð eins og sumir hafa haldið fram?
  • Mun ríkisstjórnin aðhafast eitthvað frekar og staðfesta með óyggjandi hætti andlát  hennar?
  • Getur næsta ríkisstjórn tekið upp umsóknina og haldið áfram þar sem frá var horfið, ef henni sýnist svo?

Samfylkingin sendi bréf til Brüssel  til þess að túlka stöðu umsóknarinnar af hennar hálfu og núverandi stjórnarandstaða á Alþingi sameinaðist í tillöguflutningi í  ESB -málinu sl. vetur.  Hvert verður framhaldið af þeirra hálfu á Alþingi í vetur?

Á fundum Heimssýnar með forystumönnum flokkanna í haust gefst tækifæri til þess að spyrja þá um þessi atriði og margt fleira.

Fyrstur til að koma á fund Heimssýnar er Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar, stærsta stjórnarandstöðuflokksins á þingi, en Samfylkingin hefur haft umsókn og aðild Íslands að ESB sem eitt af helstu stefnumálum sínum.

Fundurinn er opinn öllum félagsfólki og stuðningsfólki Heimssýnar. Mætum og hlýðum á það sem Árni Páll hefur fram að færa og tökum svo þátt í umræðum.

Stjórnin

Flokkar: Bloggar · Dægurmál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur