Laugardagur 24.10.2015 - 11:11 - FB ummæli ()

Jón og Jóhanna endurkjörin til forystu í Heimssýn

johannajonÁ aðalfundi Heimssýnar sem haldinn var á fimmtudagskvöldið var Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, endurkjörinn formaður Heimssýnar, en hann hefur gegnt því embætti í eitt ár. Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, var einnig endurkjörin varaformaður Heimssýnar, en hún hefur einnig gegnt því embætti í eitt ár.

Stjórn Heimssýnar var að öðru leyti að mestu óbreytt. Í ræðu formannsins á fundinum var undirstrikað mikilvægi þess að umsóknin um aðild að ESB yrði formlega og tryggilega dregin til baka. Stjórnin kemur fjótlega saman til fundar og kýs í önnur embætti, svo sem gjaldkera, ritara og í framkvæmdastjórn. Nánari upplýsingar um það og um kjörið verða birtar fljótlega.

Á aðalfundinum flutti Tómas Ingi Olrich, fyrrverandi ráðherra, sendiherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, yfirgripsmikla ræðu um utanríkismál og íslensk stjórnmál. Nánar verður greint frá henni fljótlega.

Flokkar: Bloggar · Dægurmál · Óflokkað · Stjórnmál og samfélag · Vefurinn

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur