Færslur fyrir febrúar, 2016

Föstudagur 26.02 2016 - 17:51

Göran Persson spáir hruni evrunnar

Einn helsti þungaviktarmaður jafnaðarmanna og Norðurlanda í evrópskri pólitík síðustu áratugina, forsætisráðherrann fyrrverandi í Svíþjóð, Göran Persson, segir í viðtali við sænska fjármáladagblaðið Dagens Industri í gær að stærsta ógnin sem ESB standi frammi fyrir sé hvorki úrsögn Breta né flóttamannavandinn heldur ný fjármálakreppa sem gæti kippt fótunum undan evrunni. Göran Persson lék aðalhlutverkið í sænskum stjórnmálum frá […]

Miðvikudagur 03.02 2016 - 12:18

Prófessor varar við útbreiðslu fjölónæmra baktería með ESB-reglum

Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við Háskóla Íslands og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans, segist óttast aukna útbreiðslu fjölónæmra baktería verði innflutningsbann á hráum og ófrosnum kjötvörum afnumið. Þessi ummæli viðhafði hann í kjölfarið á nýju ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins sem segir að innflutningsbann íslenskra stjórnvalda á hráu og ófrosnu kjöti brjóti í bága við EES-samninginn. Svo segir í frétt […]

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur