Einn helsti þungaviktarmaður jafnaðarmanna og Norðurlanda í evrópskri pólitík síðustu áratugina, forsætisráðherrann fyrrverandi í Svíþjóð, Göran Persson, segir í viðtali við sænska fjármáladagblaðið Dagens Industri í gær að stærsta ógnin sem ESB standi frammi fyrir sé hvorki úrsögn Breta né flóttamannavandinn heldur ný fjármálakreppa sem gæti kippt fótunum undan evrunni. Göran Persson lék aðalhlutverkið í sænskum stjórnmálum frá […]
Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við Háskóla Íslands og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans, segist óttast aukna útbreiðslu fjölónæmra baktería verði innflutningsbann á hráum og ófrosnum kjötvörum afnumið. Þessi ummæli viðhafði hann í kjölfarið á nýju ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins sem segir að innflutningsbann íslenskra stjórnvalda á hráu og ófrosnu kjöti brjóti í bága við EES-samninginn. Svo segir í frétt […]