Þriðjudagur 27.02.2018 - 17:52 - FB ummæli ()

Orkumál til umræðu hjá Heimssýn

Aðalfundur Heimssýnar verður haldinn fimmtudaginn 1. mars næstkomandi á Hótel Sögu við Hagatorg. Hann hefst klukkan 17.15 með hefðbundinni aðalfundardagskrá, en klukkustund síðar, eða klukkan 18.15 hefst svo opinn fundur með Kathrine Kleveland, formanni Nei til Eu í Noregi.

Kathrine mun einkum fjalla um innleiðingu orkulöggjafar ESB í EES-samninginn.  Fyrirhugað er að setja á stofn orkueftirlit sem lýtur tilskipunum ACER, Orkustofu ESB og ESA, með svipuðum hætti og fjármálaeftirlit lýtur tilskipunum frá Evrópusambandinu.

Markmið ACER er að þróa sameiginlegan orkumarkað í ESB-ríkjunum þar sem meintir hagsmunir ESB-svæðisins ganga framar hagsmunum einstakra ríkja. Á það meðal annars við um raflínur og orkuflutning milli landa. Hvort tveggja mun lúta stjórn Evrópusambandsins.

Kathrine mun einnig ræða andstöðu í Noregi við þessa þróun. Umræðan hér á landi er skammt á veg komin og því verður áhugavert að heyra af umræðunni í Noregi um þetta mál.

 

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

  1. Fundarsetning og kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla formanns
  3. Reikningar
  4. Umræður um skýrslur og reikninga
  5. Kosning formanns og varaformanns
  6. Kosning aðalstjórnar
  7. Önnur mál
    – EES-samningurinn.
  1. Opinn fundur með Kathrine Kleveland formanni Nei til EU í Noregi.
  2. Fundarslit

Félagar í Heimssýn eru hvattir til að fjölmenna.

Flokkar: Bloggar · Dægurmál · Óflokkað · Stjórnmál og samfélag · Tölvur og tækni · Viðskipti og fjármál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Nei við ESB - vefrit
Þau samtök sem standa að Nei við ESB eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.

Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is

Ábyrgðarmaður er Jón Bjarnason.
RSS straumur: RSS straumur