NEI við ESB á Íslandi og NEI til EU í Noregi halda sameiginlega ráðstefnu á Hótel Sögu laugardaginn 22. mars 2014 kl. 09:30 – 16:00. Heiti ráðstefnunnar er Fullveldi þjóða og Evrópusamruninn. Margt góðra gesta hafa framsögu og má þar nefna fyrrverandi ráðherra, erlenda gesti sem hafa barist fyrir hagsmunum ríkja sinna utan ESB, þingmenn […]
Skýrsla Hagfræðistofnunar um ESB-málin greinir frá því að evrusvæðið sé óhagkvæmt myntsvæði sem haldi ríkjunum í spennitreyju myntsamstarfsins og að viðskiptajöfnuður sé fyrir vikið mjög ólíkur, atvinnuleysi víða mjög mikið, verðbólga mismunandi og vextir mjög mismunandi. Hér að að neðan eru nokkrir kaflar úr þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um efnahagsmál. Á næstu árum benda […]
Það hefur farið framhjá ýmsum að umsókn Alþingis um aðild að ESB var skilyrt, enda sagði að við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skyldi ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram komu í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar. Miðað við það sem fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar og yfirlýsingum sérfræðinga sem unnu með […]
Það eru meira en þúsund sjálfstæðismenn sem taka þátt í að móta þá stefnu sem endanlega er samþykkt á landsfundi flokksins. Það eru líka fjölmargir sem koma að því að undirbúa þá stefnu sem ákveðin er á flokksþingum Framsóknarflokksins. Þegar tekið er tillit til þess að pólitísk stefnumótun á sér stað á landsfundi eftir landsfund […]
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, hefur staðið í ströngu að undanförnu. Honum hefur þó tekist að sýna með mjög sannferðugum hætti að það sé rétt af Sjálfstæðisflokknum, og eina rétta leiðin, að hætta þessum aðlögunarviðræðum formlega. Öðruvísi geta þingmenn ekki snúið sér að þarfari verkefnum og öðruvísi getur þjóðin ekki snúið sér […]
Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og flokkar þeirra hafa sýnt mikinn styrk með því að taka ákveðið og örugglega á ESB-málinu. Umsóknin verður afturkölluð. Það er það eina rétta í stöðunni miðað við vilja þjóðarinnar gagnvart inngöngu og stefnu stjórnarflokkanna sem nýtur mikils meirihlutastuðnings. Það eru nokkur atriði sem skipta miklu í þessu máli: Meirihlutavilji […]
Í umræðum á Alþingi í gær um aðlögunarferlið að ESB kom fram að umsóknin að ESB hafi verið á fölskum forsendum. ESB ætlast til þess að þau stjórnvöld sem sækja um aðild vilji gerast aðilar. Svo hafi ekki verið því Vinstri græn í ríkisstjórn voru á móti aðild og Samfylkingin vildi bara kíkja í pakkann. […]
Fram kom í Bylgjufréttum rétt í þessu að tillaga um afturköllun umsóknar að ESB muni verða lögð fram á Alþingi á næstu dögum. Fyrri ríkisstjórn hafði allt síðasta kjörtímabil til að koma Íslandi inn í ESB en mistókst það, enda fór hún í verkið á fölskum forsendum. Össur, Jóhanna, Árni Páll, Baldur Þórhallsson og fleiri […]
Í skýrslu Hagfræðistofnunar um ESB-málin kemur fram að evrusvæðið uppfyllir á engan hátt þau skilyrði sem gera þarf til myntsvæðis. Í skýrslunni kemur fram að vegna menningaráhrifa flytjist fólk af atvinnuleysissvæðum ekki til þeirra svæða þar sem atvinnu er að fá. Í þessum efnum er reginmunur á Evrópu og Bandaríkjunum eða Kanada. Þetta er eitt þeirra […]
Það var áfangasigur að aðlögunarviðræðurnar við ESB voru stöðvaðar. Samtökin Nei við ESB efna til baráttufunda til að fylgja því eftir að umsóknin verði endanlega afturkölluð. Næstu mánuðir geta skorið úr um hvort ríkisstjórn og Alþingi geri það eina sem réttast er – afturkalla umsóknina. Öllum er nú fullljóst að ESB veitir engar varanlegar undanþágur […]