Föstudagur 03.10.2014 - 01:54 - Lokað fyrir ummæli

Viljum við virkilega losa okkur við Rás2?

Á síðustu áratugum hafa margar íslenskar popphljómsveitir og popptónlistarmenn náð alveg ævintýralegum árangri á erlendum vettvangi. Skapað miklar tekjur fyrir þjóðarbúið og haft mikil áhrif á ímynd landsins sem hefur skilað okkur miklum ferðamannatekjum og svona mætti lengi telja. Þetta er eitthvað sem allir vita og ekki þarf ræða nánar. En ég spyr? Gera menn sér grein fyrir því á hvaða vettvangi þessir tónlistarmenn stíga sín fyrstu skref. Mér finnst augljóst að Rás2 á umtalsverðan þátt í þeirri velgengni sem okkar frambærilega popptónlistarfólk hefur notið. Rás2 hefur í áratugi veitt ungu tónlistarfólki tækifæri til að koma tónlist sinni á framfæri og verið því vettvangur til að þroska list sína. Það hlýtur að vera öllum ljóst að án Rásar2 væri landslagið í grasrót þessarar mikilvægu útflutningsgrein okkar, popptónlistarinnar, talsvert fátæklegra.

Ef það á að spara í ríkisgeiranum, þá mundi ég halda að það að losa okkur við Rás2 ætti að vera mjög neðarlega á sparnaðarhugmyndalistanum. Hvaða útvarpsstöð önnur en Rás2 leikur nýja íslenska frumsamda popptónlist? Verði þessi stofnun lögð niður eða seld einkaaðilum, hver á þá að vera vettvangur þessara listamanna? Einkareknar útvarpsstöðvar sem leika bara vinsælustu lögin?

Og hvað græðist á því. Hver vill kaupa útvarpsstöð?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Höfundur

Ólafur Elíasson

Píanóleikari og tónlistarmaður.
Er einnig með MBA í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands.

Er ekki tengdur neinum sérstökum hagsmunaaðilum né pólitískum samtökum.
Starfaði með InDefence hópnum gegn Icesave samningunum.
RSS straumur: RSS straumur