Þriðjudagur 11.11.2014 - 16:31 - Lokað fyrir ummæli

Má ekki skattleggja þrotabúin?

Í kjölfar leiðréttingarinnar hafa ýmsir aðilar viðrað undarlegar efasemdir um að skattur á þrotabú bankanna standist íslensk lög.

En ég bara spyr:

Er virkilega einhver hér á landi sem telur að íslenska ríkið hafi ekki rétt á að skattleggja þrotabú bankanna?

Hefur ríkið þá ekki vald til þess að skattleggja fyrirtæki sem hafa valdið þjóðinni fjárhagsskaða upp á hátt í 800 milljarða? Fyrirtæki sem hafa neytt þjóðina til þess að auka skuldsetningu sína um tvo þriðju af þjóðarframleiðslu, eða um 1200 milljarða, með tilheyrandi vaxtakostnaði sem er langt umfram það sem kostar að reisa nýjan landsspítala á hverju ári.

Öll þessi umræða um að ekki megi skerða hagsmuni banka og kröfuhafa hér á landi er alla vega ekki alveg í takt við það sem er að gerast í Evrópusambandinu. Framkvæmdastjórn þess keppist nú við að semja lög og reglur sem koma í veg fyrir það að fall fjármálastofnana lendi á almennum skattgreiðendum.

http://europa.eu/rapid/press-release_STATEMENT-14-119_en.htm?locale=en

Það væri fagnaðarefni ef íslenskir blaða og fréttamenn kynntu sér þessa þróun í umheiminum í kringum okkur og tækju mið af henni í fréttaflutningi sínum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Höfundur

Ólafur Elíasson

Píanóleikari og tónlistarmaður.
Er einnig með MBA í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands.

Er ekki tengdur neinum sérstökum hagsmunaaðilum né pólitískum samtökum.
Starfaði með InDefence hópnum gegn Icesave samningunum.
RSS straumur: RSS straumur