Sunnudagur 20.09.2009 - 08:40 - FB ummæli ()

Léleg ryksuga

Eins og aðdáendur mínir vita varð ég fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu á föstdag að brjóta flösku á eldhúsgólfinu. Þegar gólfið var þornað sótti ég ryksuguna inn í skáp og hóf ryksugun þess. Aldrei hef ég ryksugað með háværari og verri ryksugu en þessari. Ryksugur eru ekki meðal þeirra hluta sem Bandaríkjamenn eru góðir í að framleiða. Það var sama hvað ég rúllaði oft yfir gólfið, ekki vildu glerbrotin upp í belginn. Þó er á henni bursti sem snýst og á að gefa manni tilfinningu fyrir nú sé aldeilis verið að hreinsa. Ryksugan á fullu át þó enga drullu. Það var ekki fyrr en Heiðrún sópaði gólfið með kústi að flest glerbrotin náðust upp. Þegar ég var lítill gat maður farið með brotna flösku og fengið nýja ef tappinn var á. Ætli sú regla gildi líka hér? Best ég aki niður til Mexíkó þar sem Corona er framleiddur og skili brotna flöskustútnum. Hvert og eitt eintak af bjór er að vísu miklu meira virði á Íslandi en í Bandaríkjunum. Það er vegna þess að íslenska ríkið leggur á þá gjöld til að geta þanið sig enn meira út. Það er sorglegt. Það er ástæðan fyrir því að fólk fer ekki út á bari fyrr en undir miðnætti. Ég ætlaði að vísu að kaupa Corona Light, en var svo utan við mig í búðinni að ég keypti Corona Extra. Corona Light er miklu betri. Hann er líka með færri hitaeiningar sem er gott fyrir ístrubelgi eins og mig. Ístruflanir eru viðvarandi vandamál. Varðandi ryksuguna þá er ég að hugsa um að fara í leiðangur og kanna verð á venjulegum ryksugum (þær sem líta út eins og stórar tölvumýs). Hugsanlega fást þær á góðu verði í Goodwill. Ég er að hugsa um að kaupa stuttbuxur í leiðinni. Hlakka til að segja frá því. Fylgist með á blogginu.

Flokkar: Dægurmál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur