Sunnudagur 16.06.2019 - 16:43 - FB ummæli ()

Heimsendaspámaðurinn James Hays

James Heyes, sem stendur fyrir framan borkjarnana, útskýrir fyrir áhorfendum hvers vegna við stefnum hraðbyri inn í nýja ísöld.

Spámaður er nefndur James Hayes. Hann er prófessor í jarðvísindum við háskóla í Colorado. James stjórnaði verkefni sem gekk út á að safna sýnishornum úr setlögum á djúpsjávarbotni með því að bora stálhólki niður í lögin.

James var ekki bjartsýnn á framtíðarhorfur mannkyns í þættinum Í leit að… yfirvofandi ísöld sem sýndur var í sjónvarpi 1977:

„Upplýsingarnar sem þessir borkjarnar gefa okkur um loftslag á jörðinni sýna að á síðastliðnum 700 þúsund árum hafa orðið átta ísaldir. Kjarnarnir segja okkur ennfremur hvenær þær gengu yfir. Með þessu móti getum við metið mismunandi kenningar um ísaldirnar. Núna erum við komnir með kenningu sem sýnir að breytingar á sporbaug jarðarinnar eru fyrirboði ísalda. Þar sem þessi kenning getur sagt nákvæmlega fyrir um hvenær ísaldir urðu í fortíðinni út frá borkjörnunum, getur hún líka spáð fyrir um hvenær ísaldir verða í framtíðinni. Út frá kenningunni er ég sannfærður um að við siglum hraðbyri inn í nýja ísöld.“

Spurningaleikur spekinganna (merkið x á viðeigandi línu).

___ James hafði rétt fyrir sér.

___ James hafði rangt fyrir sér.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag
Efnisorð: ,

«

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur