Færslur með efnisorðið ‘spádómar’

Sunnudagur 16.06 2019 - 16:43

Heimsendaspámaðurinn James Hays

Spámaður er nefndur James Hayes. Hann er prófessor í jarðvísindum við háskóla í Colorado. James stjórnaði verkefni sem gekk út á að safna sýnishornum úr setlögum á djúpsjávarbotni með því að bora stálhólki niður í lögin. James var ekki bjartsýnn á framtíðarhorfur mannkyns í þættinum Í leit að… yfirvofandi ísöld sem sýndur var í sjónvarpi 1977: „Upplýsingarnar sem […]

Miðvikudagur 12.06 2019 - 20:43

Heimsendaspámaðurinn Jimmy Carter

Spámaður er nefndur Jimmy Carter. Hann var forseti Bandaríkjanna 1977 – 1981. Í sjónvarpsávarpi til þjóðar sinnar 1977 ræddi hann dökkar horfur í orkumálum: „Í kvöld langar mig að ræða óþægilegt mál við ykkur; um vandamál sem á sér engin fordæmi í sögunni. […] Þetta er lang alvarlegasta úrlausnarefni sem okkar kynslóð stendur frammi fyrir. Orkuskorturinn hefur enn ekki […]

Miðvikudagur 05.06 2019 - 21:27

Heimsendaspámaðurinn Norman Myers

Spámaður er nefndur Norman Myers. Hann er líffræðingur, rithöfundur, umhverfisverndarsinni og fleira. Í bókinni Sökkvandi örk sem kom út 1979 fullyrti Norman að 40 þúsund dýrategundir myndu deyja út á hverju ári þaðan í frá og að milljón dýrategundir yrðu öllum líkindum útdauðar árið 2000, jafnvel fjórðungur allra dýrategunda á jörðinni. Spurningaleikur spekinganna (merkið x á viðeigandi línu). […]

Laugardagur 01.06 2019 - 17:27

Heimsendaspámaðurinn James Bonner

Spámaður er nefndur James Bonner. Hann var prófessor í líffræði við California Institute of Tecnology, Caltech. James var ómyrkur í máli þegar hann skrifaði ritdóm um bókina Sultur 1975! sem kom út 1967: „Allir málsmetandi rannsóknaraðilar sem hafa kynnt sér vanda vanþróaðra ríkja eru sammála um að hungursneyð þar er óumflýjanleg. […] Sem dæmi má nefna að Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna gerir […]

Mánudagur 27.05 2019 - 17:28

Heimsendaspámaðurinn Peter Gunter

Spámaður er nefndur Peter Gunter. Hann var prófessor við háskóla í Texas. Peter var ómyrkur í máli þegar hann rýndi í framtíðina 1970: „Lýðfræðingar eru nánast allir sammála um að framtíðin muni bera þetta í skauti sér: Um 1975 mun hungursneyð [vegna offjölgunar mannkyns] hefjast á Indlandi og mun neyðin aukast jafnt og þétt uns allt landið […]

Fimmtudagur 23.05 2019 - 20:40

Heimsendaspámaðurinn Paul Ehrlich

Nú þegar heimsendaspám bókstaflega rignir yfir okkur er ekki úr vegi að skoða heimsendaspár fortíðar. Því eins og máltækið segir: Endirinn skyldi í upphafi skoða. Spámaður er nefndur Paul Ehrlich. Hann er prófessor við Stanford-háskóla. Paul var ómyrkur í máli þegar hann rýndi í framtíðina í kringum 1970: „Fólksfjölgun mun óhjákvæmilega éta upp alla aukningu í […]

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur