Fimmtudagur 23.05.2019 - 20:40 - FB ummæli ()

Heimsendaspámaðurinn Paul Ehrlich

Paul um það leyti sem hann rýndi með sínum skörpu skynfærum inn í framtíðina.

Nú þegar heimsendaspám bókstaflega rignir yfir okkur er ekki úr vegi að skoða heimsendaspár fortíðar. Því eins og máltækið segir: Endirinn skyldi í upphafi skoða.

Spámaður er nefndur Paul Ehrlich. Hann er prófessor við Stanford-háskóla.

Paul var ómyrkur í máli þegar hann rýndi í framtíðina í kringum 1970:

„Fólksfjölgun mun óhjákvæmilega éta upp alla aukningu í matvælaframleiðslu á næstu árum. 100 til 200 milljónir manna að lágmarki munu svelta í hel á hverju ári næstu tíu árin,“ sagði hann. Ennfremur taldi hann að frá 1980 til 1989 myndu fjórir milljarðar manna deyja úr hungri, þar á meðal 65 milljónir landa hans í Bandaríkjunum.

Spurningaleikur spekinganna (merkið x á viðeigandi línu).

___ Paul hafði rétt fyrir sér.

___ Paul hafði rangt fyrir sér.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag
Efnisorð: , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur