Fimmtudagur 24.09.2009 - 05:12 - FB ummæli ()

Spegill á Benz ’98 bílstjóramegin

Faðir minn varð fyrir því óláni að brjóta spegilinn bílstjóramegin af bílnum sínum í hinni allt of þröngu Suðurgötu er hann mætti bíl. Suðurgatan var nýlega gerð upp eftir höfði þeirra sem hafa andúð á einkabílnum. Gangstéttin var breikkuð til muna þannig að nú eiga bílar erfitt með að mætast í götunni. Um þetta samdi ég ljóð:

Einkabíllin vondur bíll er í þessum heimi hér,

þrengjum kost hans mjög mikið,

gangandi vegfarendur eru betri.

Rútur hótela og Jón Valur öskra á þingið

meðan Hólavellingar sofa svefni hinna dauðu.

Tunglið hlær að ösnum malbiksins.

Faðir minn fór á stúfana og hugðist kaupa nýjan spegil. En verðið reyndist vera í kring um 100 þúsund krónurnar. Slagaði hátt í verð bílsins. Hann bað mig að kanna fyrir sig hvort ekki fengist ódýrari spegill í henni Ameríkunni, en í því landi eru margir jepparnir. Ég fór samviskusamlega á netið og leitaði að varahlutnum. Jú það kom upp vongóður hlekkur, heimilsfang eigi allfjarri mér. Ég fór í bíltúr og hugðist kaupa varahlutinn. En þegar ég kom á staðinn reyndist heimilisfangið vera venjulegt íbúðarhús í venjulegu íbúðarhúsahverfi. Engin útsölumarkaður með varahluti í Benz. Það voru nokkur vonbrigði. Ég hef þó ekki gefið upp alla von og hyggst leita frekar að speglinum. Það er raunar ekki nema hluti spegilsins sem er ónýtur; spegillinn og hulstrið. Mótorinn er í fínu lagi.

Faðir minn kær, ef þú ert að lesa þetta, veistu að sonur þinn í útlöndum er að leita að speglinum fyrir þig.

Flokkar: Óflokkað · Dægurmál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur