Laugardagur 26.09.2009 - 17:46 - FB ummæli ()

Ferð höfundarins

Nýlega hófst ég handa við að þýða nýja útgáfu bókarinnar Ferð höfundarins. Sú útgáfa sem hér um ræðir er þriðja útgáfa bókarinnar, en árið 1997 kom út í íslenskri þýðingu minni fyrsta útgáfa hennar. Í þriðju útgáfunni eru einar 100 blaðsíður með nýju efni. Þessi bók er að vísu bara fyrir skrítið fólk sem hefur gaman að jaðarkúltúr eins og lífinu, goðsögum, bókmenntum og kvikmyndahandritum. Mér er sönn ánægja af að segja frá því að fyrsta útgáfa bókarinnar er fyrir löngu uppseld og því kominn tími á endurútgáfu. Meðal efnis í nýju útgáfunni er afar fróðleg greining á kvikmyndinni Titanic sem sökk svo eftirminnilega á skjánum fyrir nokkrum árum. Nýju útgáfuna prýða fallegar teikningar sem tengjast goðsögunum. Bókin kemur vonandi út einhvern tíma á næsta ári. Fyrri útgáfan var í harðspjaldi, en þar sem Ferð höfundarins er nokkurs konar handbók, verður nýja útgáfan í handhægu kiljuformi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur