Föstudagur 18.06.2010 - 08:37 - FB ummæli ()

Bin Laden, Al Gore og Ólafur Ragnar

Hvað eiga þessir menn sameiginlegt?

Þeir snapa sér athygli með hræðsluáróðri sem draga má saman í eina setningu: „You ain’t seen nothing yet.“

Það hlýtur að vera sæt tilfinning að finna fyrir hræðslunni breiðast út meðal áheyrenda. Einhver lotning á sér stað og þeir lyftast upp og finna til sín. Finnst þeir mikilvægir, finnst þeir skipta einhverju máli, vera eitthvað. Þess á milli hlýtur þeim að finnast þeir vera tómir að innan. Ætli þeir séu ekki einmitt það, tómir að innan. Ónógir sjálfum sér svipað og þeir sem sækja vellíðan til vímuefna.

Bin Laden: „You ain’t seen nothing yet. Kristnir munu brenna í víti.“
Al Gore: „You ain’t seen nothing yet. Heimurinn hlýnar, golfstraumur stöðvast.“
Ólafur Ragnar: „You ain’t seen nothing yet. Þetta er ekki neitt, bara forleikurinn að Kötlu“ (annað dæmi eru bráðnandi Himalayjajöklar).

Næst þegar Ólafur mætir í bandaríska fjölmiðla getur hann fengið hárin til að rísa á þarlendum með því að benda á þá staðreynd að Yellowstone þjóðgarðurinn er kominn fjörutíu þúsund ár fram yfir steypirinn og ætti að fara að gjósa á hverri stundu (en það gerist víst á sex hundruð þúsund ára fresti). Við það ætti að hríslast um hann þessi sæta tilfinning sem félagar hans Laden og Gore kannast svo vel við.

Bláókunnugt fólk sagði mér það í óspurðum fréttum í Kaliforníu að það væri að fara að gjósa risastórt eldfjall á Íslandi sem ætti eftir að valda miklu meiri óskunda en þeim sem Eyjafjallaeldstöðin olli. Þetta eru fórnarlömb hræðslumangarans. Þetta er fólkið sem hætti við að koma til Íslands í frí í sumar.

Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið, Fifa, Nató, Opec, Amnesty International og allir sem vettlingi geta valdið ættu að taka sig saman og upplýsa heimsbyggðina um eðli og inntak hræðslumangarans. Það væri öllum til góðs. Þessir skaðlegu menn hafa fengið að vaða uppi í fjölmiðlum óáreittir allt of lengi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur