Þriðjudagur 17.08.2010 - 19:41 - FB ummæli ()

Heimurinn árið 2000

Rakst á þessa skemmtilegu grein í Fálkanum en hún var birt 21. apríl 1928. Óhætt er að segja að þessi maður, Anton Lübbe, hafi verið nokkuð framsýnn. Firðsjá er skemmtilegt orð yfir sjónvarp, leitt að það skyldi ekki festast í málinu.

Þjóðverji nokkur hefir nýlega skrifað grein um, hvernig heimurinn muni líta út árið 2000. Þá verður rafmagnið komið í þjónustu mannsins í ótal greinum. Notkun kola verður óþekt fyrirhrigði þá, en vatnsföll, vindar og sólin leggja mönnunum til allan þann kraft, sem þeir hurfa að nota. Jarðhiti verður og mikið notaður.

Erfitt telur Þjóðverji þessi — Anton Lübbe heitir hann — að gera sjer grein fyrir hvernig daglegir lifnaðarhættir verði eftir 75 ár, en þó kemur hann með nokkrar tilgátur, bygðar á þeirri þróunarstefnu, sem nú er ráðandi í heiminum. Á heimilunum verður rafmagnið notað svo að segja til alls og ótal vjelar verða til taks til flestrar þeirrar vinnu, sem tafafrekust er. Vjelar til að þrífa húsin, þvo og sterkja þvott og því um líkt. Rafsuðuvjelar verða þá orðnar svo fullkomnar, að þær skili honum tilbúnum að ákveðnum tíma liðnum. Þá verður eingöngu notað gler, sem ekki getur brotnað — og í rúður verður notað kvartsgler, sem ultrafjólubláir geislar komast gegnum. Til lýsingár í húsum verða þá ef til vill notaðar frumeiningar sem tvístrast eða radium-geislar. Raflamparnir sem nú eru notaðir munu þá þykja of orkufrekir, því aðeins tíundi hluti orkunnar verður að birtu, en hitt breytist í hita.

Í iðnaði verða miklar breytingar. Sótararnir hverfa og verksmiðjurnar með sígjósaudi reykháfunum sömuleiðis. Verksmiðjur framtíðarinnar verða fögur hús, með blómgörðum umhverfis, háreistum og björtum sölum. Í framtíðinni ryðja ljettu málmarnir sjer stórkostlega til rúms. Aluminíum hefir þegar náð mikilli útbreiðslu, en í framtíðinni mun það og aðrir ljettir málmar útrýma járni og stáli að mestu leyti. T. d. verða járnbrautarvagnar og bifreiðar framtíðarinnar bygðar úr aluminium.

Öld miljónaborganna er liðin hjá. Eftir því sem samgöngu- og sambandstækin fullkomnast betur og tæki til orkuflutnings úr einum stað í annan verða hagkvæmari, þverrar nauðsynin á því, að fólk þyrpist saman í stórborgir. Í stað þeirra myndast aðrar minni borgir, og hefir hver borgin einhverja sjerstaka atvinnugrein sem flestir stunda, eins og þegar er farið að verða vart i Ameríku.

Hraði samgöngutækjanna fer sívaxandi. Flugvjelar sem fara 600 kílómetra á klukkustund munu halda uppi öllum samgöngum milli fjarlægra staða, en stuttar leiðir fara menn á rafknúnum bifreiðum — ef menu þá ekki hafa lært að nota vatn i stað benzíns, eins og prófessor einn við Parísarháskóla hefir spáð.

Annars þarf maður ekki að ferðast til að sjá fjarlæga staði, því firðsjáin verður þá orðin fullkomin, svo að menn geta skoðað fjarlæg lönd i þeim undrakíki.

Ef þetta, sem prófessorinn hefir sagt, reynist rjett, er það vonandi, að Voronoff prófessor eða Jónas læknir á Hvammstanga yngi okkur öll upp svo að við verðum þessara gæða aðnjótandi.

Glöggur lesandi sendi bloggara þessa slóð með svipuðum framtíðarspám.

Flokkar: Dægurmál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur