Eitthvað er Gísla Marteini að fatast flugið í fræðunum, ef marka má bloggfærslu hans. Bílastæðin í borginni eru ekki ókeypis frekar en göturnar. Fyrir bílastæðin greiða bíleigendur með svimandi háum sköttum á ökutæki og eldsneyti, sköttum sem nefndir eru ýmsum nöfnum eins og bensíngjald, bifreiðagjald, virðisaukaskattur og innflutningstollur (og eflaust eru gjöldin fleiri). Bifreiðagjaldið er lifandi dæmi um ósvífni og getuleysi stjórnmálamanna sem lofuðu því, þegar gjaldið var tekið upp 1988 ef ég man rétt, að það ætti að vera tímabundið meðan verið væri að koma ríkiskassanum á rétt ról. Gísli Marteinn, það er búið að margborga fyrir stæðin. Sérstök rukkun í miðbænum fyrir stæði er sköttun ofan á margsköttun.