Í tilefni af degi okkar tungu vil ég benda öllum á að keyboardið á iPhone er íslenskt. Mest af sms sem poppa upp á mínum skjá eru með síró séríslenskum stöfum. Og messitsið er? Jú, messitsið er að aðrir símaframleiðendur hafa ekki meikað að setja séríslensku stafina í símana sína. Það er frekar leim. Af hverju virðist Apple vera eina kompaníið sem meikar íslenskuna? Not só að ég ætli að vera að prómótera það hérna, ó nó. Maður verður bara að hæla því sem vel er gert.
Er þessi texti ekki bara nokkuð nálægt því máli sem talað er á Íslandi í dag? Ég held það.
Áfram íslensk tunga!