Þriðjudagur 30.11.2010 - 22:26 - FB ummæli ()

ESB taki upp kvótakerfi og krónu

Ef Ísland á að ganga í Evrópusambandið væri eðlilegast að gera þá kröfu að sambandið innleiði íslenska kvótakerfið í sjávarútvegi. Evrópskur sjávarútvegur er, eins og landbúnaðurinn hér, á opinberu framfæri. Það tíðkaðist á öldum áður að ríki styrktu sjávarútveginn með fjárframlögum vegna þess að sjómenn voru fyrirtaks hermenn; kunnu að sigla skútum. Þetta óheilbrigða ríkisstyrkjakerfi festist svo í sessi.

Önnur krafa Íslendinga á að vera sú að sambandið taki upp íslensku krónuna. Krónan er jú öllu að bjarga hér, eftir því sem manni skilst af færustu sérfræðingum, hví skyldi hún ekki geta bjargað öðrum ríkjum?

Samninganefnd Íslands um aðlögun Evrópusambandsins að landinu hefur þá eitthvað að semja um. „Gott og vel, við föllum frá því að þið takið upp krónuna, en hvikum ekki frá þeirri kröfu að þið takið upp kvótakerfið.“

Flokkar: Dægurmál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur