Laugardagur 04.12.2010 - 10:10 - FB ummæli ()

Ömmuhagfræði

Væri ég leiðtogi, sama hvar, og það þyrfti að sýna ráðdeild og spara, myndi ég draga úr hvers kyns fjárútlátum sem ekki eru sannarlega nauðsynleg.

Sem leiðtogi myndi ég reyna eftir fremsta megni að koma þeim keppnisanda að hjá liðsmönnum mínum að sparnaður á öllum sviðum, sama hversu lágar fjárhæðir er um að tefla, skipti máli, vegna þess að margt smátt gerir eitt stórt.

Það er gríðarlega mikilvægt fyrir leiðtoga að setja liðsmönnum í þeirri aðstöðu skýrt takmark: Spara. Hvar má spara? Hvar er hægt að hagræða? Hvað má leggja niður? Hverju þarf ekki að breyta? Og svo framvegis.

Nafnbreyting á götum borgarinnar er dæmi um hlut sem vel er hægt að vera án í hallæri. Það kostar talsvert fé að breyta skiltum og kortum (í strætóskýlum sem og borgarkortum). Leiðtoginn á að spyrja liðsmenn sína: „Getum við sleppt því að breyta götunöfnum og þar með kostnaðinum sem af því hlýst?“ Svarið er vitaskuld já. Ónauðsynlegri breyting er vandfundin.

Ömmuhagfræði er einmitt eitthvað svona. Brjóstvit sem hvert mannsbarn hefur og getur skilað umtalsverðum árangri ef á það er hlustað.

Þessvegna kemur svo á óvart að fólk sem valdist til forystu og hafði á takteinum að með ömmuhagfræði mætti spara og gæta hagsýni, skuli ekki standa við þau fögru fyrirheit. Eina sem þeim dettur í hug er að hækka skattana. Það er ekki ömmuhagfræði, það er uppgjöf.

Borgarstarfsmenn skipta um peru

Fann þessa mynd á netinu af borgarstarfsmönnum að skipta um peru.

Flokkar: Óflokkað · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur