Laugardagur 18.12.2010 - 11:57 - FB ummæli ()

Fjárhættuspil á netinu

Mikið er ég feginn að Ögmundur Jónasson ætlar að beita sér fyrir því að ég geti ekki farið mér að voða í fjárhættuspili á netinu. Þetta er svo fallegt að maður klökknar. Það er gott til þess að vita að menn eins og hann – stjórnmálamennirnir – eru sérstakir áhugamenn um ráðvendni. Sjáið bara rekstur ríkissjóðsins okkar. Engin afglöp þar, bara hagsýni og ráðdeild. Einhverjir myndu segja að stjórnmálamennirnir ættu að byrja á sjálfum sér, vilji þeir koma í veg fyrir afglöp í fjármálum. Forða til dæmis ríkissjóði með öllum ráðum frá því að greiða fyrir stærsta tap í fjárhættuspili  á netinu í manna minnum, það sem oft hefur verið nefnt Icesave. En ég er ekki sammála því. Og ég er heldur ekki sammála því að það sé fyrir afglöp stjórnmálamanna og embættismanna að hægt var að stofna til þessara himinháu Icesave skulda með tryggigavíxil á ríkissjóð. Maður verður að gefa blessuðu embættismannakerfinu grið. Þeir hafa jú í mörg horn að líta, eins og til dæmis að passa að ég fari mér ekki að voða í fjárhættuspili á netinu.

Gott að vita að einhver hugsar fyrir mann

Flokkar: Óflokkað · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur