Föstudagur 04.02.2011 - 06:33 - FB ummæli ()

Andlitsbjörgun?

Það hlýtur einhver skýring að vera á því hvers vegna Sjálfstæðismenn á þingi vilja samþykkja Icesave-frumvarpið. Þeir hljóta að vita meira en við.

Það getur ekki verið önnur skýring á stuðningi þeirra en sú að það hafi verið hvíslað í eyru þeirra á ensku og hollensku að málið verði látið niður falla í náinni framtíð. En það skilyrði sé á að þeir samþykki samninginn sem fyrir liggur.

Icesave málið er nefnilega eitt landsdómadagsklúður frá upphafi. Offors breskra og hollenskra stjórnmálamanna og gunguháttur íslenskra stjórnmálamanna sem gerðir voru að athlægi í þjóðaratkvæðagreiðslunni hefur flekkað hendur þeirra allra. Þeir útlensku vita að málið mun nánast örugglega tapast fyrir dómstólum. Því sé líklega best að taka Mervin King á þetta. Nema ekki með upptökuna í gangi.

Þetta hlýtur að vera skýringin.

Ef ekki, þurfa Sjálfstæðismenn að finna sér nýjan formann.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur