Miðvikudagur 09.02.2011 - 10:58 - FB ummæli ()

Tap, tap, tap

Samþykkja Icesave: Getum ekki borgað, landið fer á hausinn. Engin dæmi þess í veraldarsögunni að þjóð hafi getað staðið undir þessari skuldabyrði.

Samþykkja ekki Icesave: Dómstólar.

Tap: Getum ekki borgað, landið fer á hausinn.

Sigur: Landið fer hugsanlega kannski mögulega ekki á hausinn.

Líklegasta þróun þessa máls eftir að búið er að samþykkja Icesave: Landið fer á hausinn, gengur í ESB gegn því að skuldir verði látnar niður falla.

Hvað er nú best fyrir okkur? Blasir eiginlega ekki við að dómstólaleiðin er eina vitið?

Það voru víst einhverjir breskir bankar á Mön sem fóru á hausinn. Voru innistæðueigendur þar með tryggingavíxil á breska ríkið? Nei.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur