Robert Mundell prófessor í hagfræði við Columbia háskólann í New York hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir rannsóknir sínar á heppilegri stærð myntsvæða (e. Optimal Currency Areas). Útvarpsþátturinn Planet Money sem er framleiddur af National Public Radio í Bandaríkjunum (sambærilegt við RÚV) spjallaði við Robert sl. föstudag í þætti sem heitir: „Should Iceland kill the krona?“ Hluti af spjalli þeirra fer hér á eftir (í þýðingu minni):
David Kestenbaum: „Er Ísland of lítið til að halda úti eigin gjaldmiðli?“
Robert Mundell: „Ég tel það afar erfitt, það er mjög erfitt að stjórna gjaldmiðli í svo litlu landi.
Baldur Héðinsson: „Hann sagði vandamálið vera það að ef þú ert lítill, geta markaðirnir leikið þig grátt.
Robert Mundell: Lítil lönd standa frammi fyrir þeirri hættu að ofurríkir einstaklingar, Carlos Slim, Bill Gates eða sambærilegir, gætu keypt upp allan gjaldmiðilinn.
David Kestenbaum: „Eða framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs í Kaliforníu?“
Robert Mundell: „Já, gæti keypt upp gjaldmiðilinn og eyðilagt [ógreinilegt]. En það er mjög óvenjulegt.“
David Kestenbaum: „Hann sagði að það myndi ekki gerast í raunveruleikanum, en það setur á vissan hátt málið í samhengi, ekki satt? Ef heimurinn fær örlítið meiri áhuga á Íslandi en venjulega og örlítill hluti af fjármagni heimsins flæðir til Íslands, getur það haft stórkostlegar afleiðingar á krónuna. Til dæmis, segir hann, að í þenslunni hrúgaðist fé til Íslands og krónan styrktist. Styrktist mjög mikið.
Baldur Héðinsson: „Já, almenningur á Íslandi keypti dýra innflutta bíla. Fjölskyldan mín fór í ferðalög til útlanda. Við höfðum það öll mjög gott.“
David Kestenbaum: „En, þegar kreppan skall á, hraðaði fjármagnið sér snarlega úr landi og öllum fannst þeir vera mjög, mjög fátækir. Þetta, segir Bob Mundell vera eina ástæðu þess að efnahagurinn er í rúst um þessar mundir. Landið er með mjög lítinn gjaldmiðil. Stærra hagkerfi með stærri gjaldmiðil væri öruggara.
Robert Mundell: „Því stærra sem landið er, þetta er eins og stöðuvatn. Hverskonar áfall, stór steinn sem fellur í stórt vatn, hefur ekki nein áhrif. En stór steinn sem fellur í litla tjörn myndar mikla gusu. Áhrifin eru hlutfallslega miklu meiri. Það er málið með stærðina.“
(David Kestenbaum er fréttamaður á Planet Money. Baldur Héðinsson er Íslendingur sem var um tíma í starfsþjálfun (intern) í þættinum og er nokkurskonar fréttaritari Planet Money á Íslandi.)
Þáttinn má hlusta á í heild hér.
—
Hér er þetta sama spjall á enskri tungu:
David Kestenbaum: „Is Iceland too small to have its own currency?“
Robert Mundell: „I think it is very difficult to do it, it is very difficult to manage a currency in a small country like that.“
Baldur Héðinsson: „He said the problem is that If you are small, it is easy to get pushed around by the markets.“
Robert Mundell: „If you have a very small country, one of the big wealthy people in the world, Carlos Slim or Bill Gates or someone like that, could buy up the whole currency.“
David Kestenbaum: „Or some pension fund manager in California?“
Robert Mundell: „Yes, buy up the currency and destroy (ógreinilegt). But you don’t get that normally.“
David Kestenbaum: „That wouldn’t actually happen, he said, but that sort of sets the scale of the problem, right? If the world gets slightly more interested in Iceland and a tiny bit of the worlds money flows into Iceland, that can have a huge effect on the value of the krona. For example, he says, during the boom money rushed into Iceland and the krona appreciated. It got a lot stronger.
Baldur Héðinsson: „Yes, people in Iceland bought expensive imported cars. My family took trips abroad. We all lived a very good life.“
David Kestenbaum: „However, when the crisis hit, a lot of that money rushed out of Iceland and everyone felt really, really poor. This, Bob Mundell says is one reason your economy is a wreck right now. It has a very small currency. Larger economy with larger currency would be safer.
Robert Mundell: „The bigger you are, it’s like a lake. Any kind of shock, a big stone coming into a lake, a big lake doesn’t have any effect, but coming into a small pond it has a big splash. So the effect is proportionally high, and that is the issue of size.“