Miðvikudagur 01.05.2013 - 15:31 - FB ummæli ()

Blóðnasir 1. maí.

ÚTI. KÆNUGARÐUR – DAGUR
1. maí. Kröfuganga svo langt sem augað eygir. Skilti, borðar með slagorðum: ÖREIGAR ALLRA LANDA SAMEINIST, KAPÍTALISMINN ER DAUÐUR, rauð flögg með hamri og sigð. Lenín, Stalín, Marx ofl.

Einn þátttakendanna finnur eitthvað leka úr nefni sér. Það er BLÓÐ. Hún er með BLÓÐNASIR. Hún lítur á næsta mann. Hann er líka með BLÓÐNASIR. Þau líta í kringum sig. ALLIR eru með blóðnasir. ÖRVÆNTING grípur um sig…

Svona var 1. maí í Kænugarði 1986 þegar kjarnorkuslysið í Chernobyl átti sér stað. Yfirvöld höfðu þaggað málið niður og ekki birt fréttir um það í fjölmiðlum með þeim afleiðingum að „baráttuganga verkalýðsins“ breyttist í martröð. Mögnuð sena en að sama skapi ekki geðsleg.

Mér finnst það ekki boða gott fyrir náttúruvernd ef það á að breyta þessum degi í baráttudag fyrir hana. Ekki tókst vel til fyrir verkalýðinn. Amk. ekki í löndum verkalýðsins.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur