Laugardagur 27.07.2013 - 00:45 - FB ummæli ()

Já, en hvað með höftin?

Hvurslags aumingjaskapur er það að hafa það að stefnu að gera „lífið innan haftanna bærilegra“? (Sbr. Birgir Tjörvi Pétursson í Mbl. í dag föstudag 26. júlí.) Gera þessir menn sér ekki grein fyrir að höftin eru brot á mannréttindum, stjórnarskránni og EES-samningnum? (Ætlar enginn að kæra þetta?) Höftin koma í veg fyrir að Íslendingar geti tekið eðlilegan þátt í viðskiptalífi heimsins og skapað nauðsynleg verðmæti til að koma efnahag landsins á réttan kjöl. Höftin eru meira að segja svo gáfuleg að Íslendingar sem eiga lögheimili utan Íslands geta ekki selt nokkur hlutabréf í íslenskum fyrirtækjum fyrir krónur til að borga reikninga á Íslandi (jafnvel þótt þau hafi verið keypt fyrir mörgum árum). Viðkvæðið er: „Það má ekki selja bréfin, þau skilgreinast sem skuld Íslands við útlönd.“ Ríkisstjórnin verður – VERÐUR – að afnema þau að fullu og það strax. Annars á hún ekki von á góðu frá kjósendum í næstu kosningum því í höftum dregst landið aftur úr og eykur heift og vonleysi þeirra sem ekki verða farnir (fjölgun í hópnum „Virkir í athugasemdum“ er óumflýjanleg ef svo fer fram sem horfir). Ef það þarf að kasta krónunni þá verður að hafa það. Höftin eru stærsta vantraustsyfirlýsing á íslensku krónuna sem um getur.

Það þarf ekki að gera lífið bærilegra undir höftum, það þarf að aflétta höftunum svo lífið verði bærilegt.

Það þarf ekki að gera lífið bærilegra undir höftum, það þarf að aflétta höftunum svo lífið verði bærilegt.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur