Fimmtudagur 07.11.2013 - 18:46 - FB ummæli ()

Eignarétturinn heilagi

Ég vona að það fari ekki framhjá neinum að gjaldeyrishöftin á Íslandi eru árás á einn af hornsteinum vestræns lýðræðis. Eignaréttinn. Slík árás er ef til vill réttlætanleg um skamman tíma, eins og til dæmis í þá mánuði sem þau áttu upphaflega að vara þegar þau voru sett. Allt umfram það er kjánaskapur.

Með gjaldeyrishöftunum setur íslenska þjóðin sig á stall með ríkjum sem hún ber sig aldrei saman við. En þótt Íslendingar geri það ekki, gera aðrir það. Þessir „aðrir“ eru meðal annarra aðilar í viðskiptalífi heimsins sem hafa eyru og augu opin fyrir tækifærum. Verðmætasköpun á Íslandi er mjög lítil um þessar mundir og má skrifa þann slaka árangur að stórum hluta á gjaldeyrishöftin. Engin með réttu ráði leggur fé í fjárfestingu í landi sem kemur þannig fram við stjórnarskrána sína og alþjóðlega samninga um frjálst flæði fjármagns.

Nú eru 168 dagar liðnir síðan ríkisstjórnin tók við og höftunum hefur ekki verið aflétt. Það syrtir meira og meira í álinn.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur