Jónas Sveinsson læknir (1895-1967) kom við í Basel í Sviss 1950 á ferðalagi til Austurríkis. Um Sviss skrifar Jónas:
„Þar er allt frjálst, jafnvel gjaldreyririnn. Þar fást keyptar og þar eru seldar myntir allra landa. Við gerðum það að gamni okkar að fara inn í einn bankann og rétta fram einn hundrað krónu seðil íslenskan. Tekið var við seðlinum með mikilli kurteisi, og látbragð mannsins var þannig að við bjuggumst við að það ótrúlega myndi ske að seðillinn yrði keyptur. Sást nú til mannsins að flett var upp í mikilli bók og blaðað lengi. Datt mér í hug frásögnin um prestinn á Bunuvöllum. „Skrattinn leitaði og leitaði að Bunuvallafólkinu, en fann hvergi og var það innritað.“ Og eins fór hér. Manngreyið afsakaði sig á allar lundir og botnaði ekki neitt í neinu. Fórum við að einu leyti sigri hrósandi af hans fundi: Hann hélt sem sé að þetta væri einhver feill hjá bankanum.“