Mánudagur 08.06.2015 - 15:36 - FB ummæli ()

Batavegurinn

Þessi fréttatilkynning var að berast frá heilsuhælinu á Kalkofnsvegi.

Áður en við tökum öndunarvélina úr sambandi þurfum við að setja hana í spennitreyju svo hún fari sér ekki að voða þegar hún vaknar úr rotinu. Ekki er talið rétt að taka af henni hálskragann og skerminn að svo stöddu. Lyfjaskammturinn (róandi, örvandi, geð) verður sá sami og áður. Hún fær að sjálfsögðu að hafa göngugrindina sína, súrefniskútinn og gervinýrað áfram. Auk þessa verður hún undir stöðugu eftirliti sérvalinna sérfræðinga sem geta gripið inní hvenær sem þeim þykir henta. Hún fær sína eigin kjallaraíbúð en til að tryggja frelsi hennar eru útidyrnar hafðar læstar allan sólarhringinn. Það er von okkar að krónunni muni líka vel við hið nýfengna frelsi sitt.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur