Miðvikudagur 25.05.2016 - 23:14 - FB ummæli ()

Davíð og rugludallarnir

Erlendir blaðamenn hafa í mörg ár tuggið upp eftir innlendum rugludöllum að bankahrunið á Íslandi og víðar sé Davíð Oddssyni að kenna. Gott dæmi er grein Michaels Lewis „Wall Street on the tundra“ í greinasafni hans Boomerang. Fáir ef nokkrir „Íslandsvinir“ hafa verið dregnir meira á asnaeyrunum en hann.

DoAdKenna

Einhverjum verðum við að kenna um þetta alltsaman, jafnvel þótt hann hafi varað við — er það ekki?

Sannleikurinn er sá að Davíð var eins og hrópandinn í eyðimörkinni. Í 6. bindi skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis eru nefndir fjölmargir fundir hans með ráðherrum þar sem hann varaði við útþenslu bankanna. En hann sagði líka ýmislegt opinberlega þótt hann yrði að fara varlega (vegna þess að bankar eru byggðir á trausti og skortur á því fellir hvaða banka sem er, sama hve stór og sterkur hann er). Strax á fyrsta ársfundi sínum sem seðlabankastjóri vorið 2006 sagði hann: „Hægja þarf á vexti útlána eins og lofað hefur verið.“

Á ársfundi Seðlabanks vorið 2008 varaði Davíð við óhóflegri bjartsýni um framvindu næstu mánaða og sagði: „Hafi menn ekki þegar tekið sér tak er ekki lengur neins að bíða. Leita þarf allra leiða til að styrkja lausafjárstöðu fyrirtækjanna, ekki síst fjármálafyrirtækjanna og samhliða þarf að skoða markaðsmódelin rækilega upp á nýtt.“ Hann bætti við: „Þótt ýkt bölsýni sé auðvitað til óþurftar er jafn vont eða verra að gylla stöðuna fyrir sjálfum sér og almenningi og gefa til kynna að einhvers konar töfraleið sé til út úr þessum vanda. “Að ljúga að öðrum er ljótur vani, að ljúga að sjálfum sér hvers manns bani”, sagði þar.“

Það er mikilvægt að benda á þetta í aðdraganda forsetakosninganna.

Flokkar: Dægurmál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur