Í tilefni af degi okkar tungu vil ég benda öllum á að keyboardið á iPhone er íslenskt. Mest af sms sem poppa upp á mínum skjá eru með síró séríslenskum stöfum. Og messitsið er? Jú, messitsið er að aðrir símaframleiðendur hafa ekki meikað að setja séríslensku stafina í símana sína. Það er frekar leim. Af […]
Mikið er „Nú er lag“ greinin hans Ármanns Jakobssonar góð. Ekkert minna en frábær! Ég er hjartanlega sammála honum. Skoðanakannanir sýna svo ekki verður um villst að almenningssamgöngur eiga sér mikið fylgi. Nú er lag að láta almenning standa við stóru orðin og beina honum rétta leið. Eitt helsta sameiningartákn okkar vinstrimanna, almenningssamgöngur, hefur ávallt […]
Fréttir eru í eðli sínu meira vondar en góðar. Góðar fréttir eru einhvern veginn léttvægari, finnst mörgum, en fréttir af óförum eða hörmungum. Ég er mikill aðdáandi góðra frétta og les þær iðulega á undan hinum vondu. Hjarta mitt tók gleðikipp í síðustu viku þegar ég sá baksíðu Moggans. Þar var mjög góð frétt. Frétt […]
Rakst á þessa skemmtilegu grein í Fálkanum en hún var birt 21. apríl 1928. Óhætt er að segja að þessi maður, Anton Lübbe, hafi verið nokkuð framsýnn. Firðsjá er skemmtilegt orð yfir sjónvarp, leitt að það skyldi ekki festast í málinu. Þjóðverji nokkur hefir nýlega skrifað grein um, hvernig heimurinn muni líta út árið 2000. […]
Víða í útlöndum hafa viðskiptavinir verslana val um hvort þeir fái vörurnar settar í plastpoka eða umhverfisvæna bréfpoka. En í sumum búðum, þeim „mest umhverfismeðvituðu“, er ekki hægt að fá neitt annað en bréfpoka, td. í Trader Joe’s. Reyndar eru alltaf settir tveir pokar saman undir vörurnar í Trader Joe’s vegna þess að einn bréfpoki […]
Það er ekkert langt síðan það komst í tísku að hafa hjól undir húsgögnum. Þetta eru trúlega áhrif frá verksmiðjum og lagerum þar sem vinnuborð, bekkir og aðrir hlutir hafa lengi verið á hjólum. Mér varð hugsað til þessa fyrirbæris þegar ég þurfti að strauja skyrtu og það var bara til borð-straubretti á heimilinu (straubretti […]
Faðir minn varð fyrir því óláni að brjóta spegilinn bílstjóramegin af bílnum sínum í hinni allt of þröngu Suðurgötu er hann mætti bíl. Suðurgatan var nýlega gerð upp eftir höfði þeirra sem hafa andúð á einkabílnum. Gangstéttin var breikkuð til muna þannig að nú eiga bílar erfitt með að mætast í götunni. Um þetta samdi […]
Fyrir mörgum árum fékk móðir mín senda krukku frá Naný frænku sem bjó í Ameríku. Krukkan, sem var úr keramiki, var byltingarkennd uppfinning varðandi geymslu á smjöri. Venjulegt smjör, eins og allir vita, harðnar sé það geymt í kæli og verður erfitt viðureignar þegar smyrja skal því á brauð. Þessi krukka var þeim eiginleikum gædd […]
Eins og aðdáendur mínir vita varð ég fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu á föstdag að brjóta flösku á eldhúsgólfinu. Þegar gólfið var þornað sótti ég ryksuguna inn í skáp og hóf ryksugun þess. Aldrei hef ég ryksugað með háværari og verri ryksugu en þessari. Ryksugur eru ekki meðal þeirra hluta sem Bandaríkjamenn eru góðir í að […]