Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 09.12 2009 - 07:06

McHrútspungar

Einu sinni var Guðmundur Ólafsson, hinn ágæti leikari og rithöfundur, á ferðalagi í útlöndum. Eins og gerist stundum þá rakst Guðmundur á heimsfrægan mann. Engan annan en Luciano Pavarotti. Þar sem Guðmundur er framfærinn maður og sjálfur liðtækur söngvari (lék slíkan í leikritinu Tenórinn) gaf hann sig á tal við Pavarotti. Fór vel á með […]

Föstudagur 16.10 2009 - 06:08

Lífið eftir krónu

Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig megi losna við gjaldmiðilinn okkar. Að mínum dómi eru kostirnir við að halda úti lögeyri í landinu miklu færri en gallarnir. Kostirnir eru einkum þeir að með lækkandi gengi er í raun verið að lækka laun sem aftur gerir fyrirtækjum auðveldara með að halda í starfsmenn; þurfa […]

Þriðjudagur 06.10 2009 - 05:01

Bréfpokar og plastpokar

Víða í útlöndum hafa viðskiptavinir verslana val um hvort þeir fái vörurnar settar í plastpoka eða umhverfisvæna bréfpoka. En í sumum búðum, þeim „mest umhverfismeðvituðu“, er ekki hægt að fá neitt annað en bréfpoka, td. í Trader Joe’s. Reyndar eru alltaf settir tveir pokar saman undir vörurnar í Trader Joe’s vegna þess að einn bréfpoki […]

Laugardagur 26.09 2009 - 17:46

Ferð höfundarins

Nýlega hófst ég handa við að þýða nýja útgáfu bókarinnar Ferð höfundarins. Sú útgáfa sem hér um ræðir er þriðja útgáfa bókarinnar, en árið 1997 kom út í íslenskri þýðingu minni fyrsta útgáfa hennar. Í þriðju útgáfunni eru einar 100 blaðsíður með nýju efni. Þessi bók er að vísu bara fyrir skrítið fólk sem hefur […]

Föstudagur 25.09 2009 - 06:04

Brauðbrettagaur

Aðdáandi brauðbretta er ég mikill. Brauðbretti eru í mínum huga heppilegasti hluturinn til að borða mat af. Mannskepnan borðaði trúlega um þúsundir ára af brauðbrettum, eða brauðdiskum og vitaskuld öskum, áður en keramikið varð til. Keramikdiskar, eða brenndir leirdiskar hafa jú verið í umferð um langa hríð, en ég hef það sterkt á tilfinningunni að […]

Fimmtudagur 24.09 2009 - 05:12

Spegill á Benz ’98 bílstjóramegin

Faðir minn varð fyrir því óláni að brjóta spegilinn bílstjóramegin af bílnum sínum í hinni allt of þröngu Suðurgötu er hann mætti bíl. Suðurgatan var nýlega gerð upp eftir höfði þeirra sem hafa andúð á einkabílnum. Gangstéttin var breikkuð til muna þannig að nú eiga bílar erfitt með að mætast í götunni. Um þetta samdi […]

Miðvikudagur 23.09 2009 - 05:42

(Skömmtunar)Seðlabanki eða Moggi?

Nú er Davíð Oddsson hugsanlega að gerast ritstjóri. Hvort er heppilegra fyrir andstæðinga hans að hann sé (skömmtunar)seðlabankastjóri eða ritstjóri? Var etv. best að hafa hann í bankanum áfram? Menn sem eru reknir eiga það til að endurfæðast. Carl Jung óskaði þeim til hamingju sem voru reknir en sendi þeim sem hlutu stöðuhækkun samúðarkveðju.

Laugardagur 19.09 2009 - 00:02

Ekki að verða Moggaritstjóri

Ég hef heyrt því fleygt að ég verði ráðinn næsti Moggaritstjóri. Það er ekki rétt. Það er þó etv. ekki tilviljun að sama dag og ég gerist Eyjubloggari er ritstjórinn rekinn, en ég endurtek að ég er ekki að verða ritstjóri Morgunblaðsins. Takk samt fyrir að nefna nafnið mitt. Nú getur blaðið hætt að gefa […]

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur